Svefnráðstefnu frestað

Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum og Dr. Matthew Walker, …
Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum og Dr. Matthew Walker, höfundur bókarinnar Why we sleep.

SVEFN ráðstefnunni sem fara átti fram á mánudaginn næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu hefur verið frestað fram í maí 2022. Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum og Dr. Matthew Walker, höfundur bókarinnar Why we sleep, harma að fresta þurfi viðburðinum með svo skömmum fyrirvara.

Í tilkynningu segir að ráðstefnunni hafi verið frestað vegna fjölgun smita hér á landi og vegna þess að Ísland sé nú orðið dökkrautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu.

Ráðstefnan mun fara fram hinn 2. maí næstkomandi. 

SVEFN er 3ja tíma ráðstefna þar sem farið verður ítarlega yfir mikilvægi svefns fyrir einstaklinginn, fjölskylduna, fyrirtæki og samfélagið í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.