„Ég borða mjög oft nakinn“

Leikarinn Jared Leto.
Leikarinn Jared Leto. AFP

Bandaríski leikarinn Jared Leto var gestur í spjallþætti Ellenar DeGeneres í vikunni. DeGeneres lét Leto svara nokkrum erfiðum spurningum og var Leto mjög hreinskilinn. Hann sagðist meðal annars borða nakinn. 

Leikarinn var beðinn um að nefna þrjá hluti sem hann gerir nakinn fyrir utan að baða sig að því fram kemur á vef Daily Mail. Leto sefur nakinn sem er nokkuð algengt, hann stundar kynlíf nakinn sem hlýtur að vera einnig að vera nokkuð eðlilegt en eitt sem hann gerir nakinn kom á óvart. „Ég borða mjög oft nakinn,“ sagði Leto sem er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. 

Leto sem vann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni Dallas Buyers Club leikur nú í myndinni House Of Gucci. Tónlistarkonan Lady Gaga leikur Patrizia Reggiani í myndinni en hún giftist Maurizio Gucci á áttunda áratug síðustu alltar og lét drepa hann árið 1995, áratug eftir skilnað þeirra. Adam Driver leikur Maurizio Gucci en Leto leikur Paolo frænda hans. 

Þegar Leto fékk handritið var verið að íhuga hann fyrir annað hlutverk. „Vá, það er eitthvað í þessari persónu,“ sagði leikarinn þegar hann las handritið en hann féll meðal annars fyrir húmor Paolo. 

Jared Leto.
Jared Leto. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.