Efri vörin af eftir hundaárás

Brooklinn Khoury varð fyrir fólskulegri árás hunds.
Brooklinn Khoury varð fyrir fólskulegri árás hunds. Samsett mynd

Unga fyrirsætan og hjólabrettastelpan Brooklinn Khoury hefur loksins ákveðið að gangast undir aðgerð á neðra andliti eftir að hundur réðst á hana fyrir ári.

Khoury segir það hafa tekið langan tíma að hafa uppi á einhverjum skurð- og lýtalækni sem gæti framkvæmt aðgerðina. Nú sé læknir fundinn í verkið og verður húð á framhandlegg hennar flutt og síðan grædd á andlitið. People greinir frá.

Beit efri vörina af

Hundur af tegundinni Pit Bull réðst á Khoury og beit hana í andlitið með þeim afleiðingum að efri vör og neðri hluti nefsins fóru af. Pit Bull-hundategundin hefur verið þekkt fyrir grimmd og hefur Matvælastofnun til að mynda oftar en einu sinni synjað beiðnum um innflutning á slíkum hundum hingað til lands. 

„Þessi árás hefur kennt mér að elska mig að innan og utan. Samfélagið gerir miklar kröfur um útlitsfegurð en raunin er sú að allir eru fallegir á sinn hátt,“ sagði Khoury við færslu sem hún deildi á Instagram. 

Fyrirsætan hefur verið iðin við að deila myndskeiðum af þessari vegferð í gegnum youtuberás sína og hér má sjá skipulag fyrir komandi aðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes