Bók Ragnars meðal fimm bestu að mati Sunday Times

Ragnar Jónsson rithöfundur og lögfræðingur.
Ragnar Jónsson rithöfundur og lögfræðingur. Eggert Jóhannesson

Breska fréttablaðið Sunday Times hefur valið Þorpið eftir Ragnar Jónasson eina af fimm bestu glæpasögum ársins. Listinn var birtur í blaði dagsins í dag. 

Blaðið birti lista yfir þær glæpa- og spennusögur sem gagnrýnendur blaðsins telja að hafi skarað fram úr á árinu. Einungis tvær þýddar bækur eru á listanum.

Ragnar er sannarlega í góðum félagsskap á þessum lista en meðal annarra höfunda þar er metsöluhöfundurinn Stephen King. 

Í umsögn um bókina segir að Þorpið, sem kom fyrst út á íslensku árið 2018, sé frábrugðin fyrri verkum Ragnars sem hafi getið sér góðs orðs sem glæpasagnahöfundur. Þorpið er spennutryllir og fjallar um kennarann Unu sem ræður sig til starfa á Skálum á Langanesi árið 1985.

Í tilkynningu frá útgefanda bókarinnar segir óhætt að segja „að Bretar hafi tekið bókinni opnum örmum því að hún er fyrsta íslenska bókin sem nær því að vera á meðal hinna tíu söluhæstu á metsölulista Sunday Times.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes