Söngvakeppnin fer fram í Gufunesi á næsta ári

Söngvakeppni Ríkisútvarpsins verður haldin í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi …
Söngvakeppni Ríkisútvarpsins verður haldin í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi á næsta ári. AFP

Söngvakeppni Ríkisútvarpsins verður haldin í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi á næsta ári. Undanfarin ár hafa undanúrslit Söngvakeppninnar farið fram í Háskólabíói og úrslitin svo ráðist í Laugardalshöll. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Í Söngvakeppninni verður framlag Íslands í Eurovision-söngvakeppninni valið. Eurovision fer fram í Tórínó á Ítalíu í maí á næsta ári. 

Að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins verður kvikmyndaverinu breytt í Söngvakeppnishöll og keppt verður þrjá laugardaga í febrúar og mars. Undanúrslitakeppnirnar verða 19. og 26. febrúar og úrslitin ráðast 5. mars. 

158 lög send inn í keppnina

Alls verða tíu lög valin úr 158 lögum sem hafa verið send inn í keppnina. Ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum frá FÍH, FTT og Ríkisútvarpinu, hlustaði á öll lögin og skilaði framkvæmdastjórn keppninnar áliti sínu. Framkvæmdastjórnin hefur valið 10 lög til keppni. Af þeim voru fimm valin úr innsendum lögum og sem fyrr var leitað sérstaklega til valinkunnra og reyndra höfunda með hin lögin fimm.

Lögin tíu verða frumflutt í janúar og kynnt í sjónvarpþætti á Ríkisútvarpinu 29. janúar og gerð aðgengileg á helstu streymisveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes