Heppin að vera á lífi

Alli Simpson stakk sér í grunna sundlaug með höfuðið á …
Alli Simpson stakk sér í grunna sundlaug með höfuðið á undan. Skjáskot/Instagram

Ástralska leikkonan Alli Simpson og læknum líf sitt að þakka eftir að hún hálsbrotnaði þegar hún stakk sér í grunna sundlaug á dögunum. Simpson sagði frá slysinu á Instagram og sagði að hún þyrfti að vera með spelku um hálsinn í fjóra mánuði. 

Simpson, sem er systir tónlistarmannsins Cody Simpson, birti einnig mynd af sér á sjúkrahúsinu í Queenslands og af jákvæðu kórónuveiruprófi en hún greindist einnig með veiruna. Hún skrifaði undir myndirnar að árið 2022 væri ekki að fara vel af stað hjá henni. 

„Ég stakk mér í grunna laug með höfuðið á undan og lenti á botninum. Á gamlárskvöld fór ég í myndatökur og þá kom í ljós að ég var með tvær slæmar sprungur (C6 og T1). Ég var strax send á sjúkrahús þar sem ég hitti taugaskurðlækni sem mat stöðuna,“ skrifaði Simpson. 

Hún þurfti ekki að fara í aðgerð um leið heldur mat læknirinn engan varanlegan taugaskaða hjá henni. „Ég er mjög heppin að vera á lífi og ekki lömuð þar sem ég rétt slapp við mænuskaða,“ sagði Simpson.

View this post on Instagram

A post shared by Alli Simpson (@allisimpson)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes