Viðmótið breyttist eftir Óskarsverðlaunin

Geena Davis segir viðmót leikstjóra hafa breyst eftir að hún …
Geena Davis segir viðmót leikstjóra hafa breyst eftir að hún vann Óskarsverðlaun. AFP

Eftir að leikkonan Geena Davis hlaut Óskarsverðlaun árið 1989 segist hún hafa mætt öðru viðmóti hjá leikstjórum. Davis segir tvo ónefnda leikstjóra sérstaklega hafa komið illa fram við hana, en hún telur þá hafa viljað tryggja að hún væri ekki of góð með sig eftir að hafa hlotið verðlaunin. 

Davis hlaut sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina The Accidental Tourist. „Ég hugsaði aldrei með mér að þetta væri einhver trygging fyrir því að ég myndi fá að gera allt sem mig langaði til. Eða að ég væri orðin að einhverri A-lista stjörnu eða nokkuð þannig,“ sagði Davis í hlaðvarpinu Allison Interviews. 

„Ég hugsaði ekki þannig um verðlaunin, en ég fann óvænt fyrir því að ég hefði náð árangri. Ég hugsaði, jæja, nú er ég búin að klára þetta. Ég þarf aldrei að velta fyrir mér hvort ég muni fá einhver svona verðlaun,“ sagði Davis. 

Þó hugarfar hennar hafi ekki breyst í grunninni mætti hún verra viðmóti í vinnunni. „Það voru tveir leikstjórar, sem ég átti í slæmum samskiptum við í byrjun, því þeir héldu að ég myndi verða svo góð með mig, og þeir vildu tryggja að mér liði ekki þannig,“ sagði Davis. 

Hún segist hafa mætt þessu viðmóti án þess að hafa nokkurn tíman hitt mennina, né eytt tíma með henni. Þeir ákváðu það bara með sjálfum sér að hún yrði góð með sig. 

„Ég held að það gæti verið vegna þess að ég er kona, þess vegna leið þeim þannig. Og kannski var það ómeðvituð mismunun að þeir komu svona fram við konu en ekki karlmann. En þeir vildu koma í veg fyrir að kona gæti valdið einhverjum vandræðum,“ sagði Davis. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.