Enn vinkona Woods þrátt fyrir sambandsslit

Tiger Woods og Lindsay Vonn árið 2013.
Tiger Woods og Lindsay Vonn árið 2013. AFP

Ein besta skíðakona allra tíma, Lindsey Vonn, átti í ástarsambandi við kylfinginn Tiger Woods í rúm tvö ár en íþróttaparið hætti saman árið 2015. Vonn opnar sig um líf sitt í nýrri ævisögu sinni, Rise: My Story. 

„Ég held að svona almennt þá sé erfitt að eiga í ástarsambandi í sviðsljósinu og ég hef alltaf verið opin manneskja,“segir Vonn í viðtali við ET í kjölfar útgáfu bókarinnar. 

Vonn segir að samband þeirra Tigers Woods hafi endaði í góðu og þau séu enn góðir vinir. „Við erum enn vinir, auðvitað. Ég er ánægð með að hann sé kominn til baka og sé heilsuhraustur,“ sagði Vonn en Woods lenti í alvarlegu bílslysi á síðasta ári. 

Tiger Woods mætti á keppni sem Vonn tók þátt í.
Tiger Woods mætti á keppni sem Vonn tók þátt í. AFP

Hin 37 ára gamla Vonn hætti keppni fyrir tveimur árum. Hún á nokkur áberandi sambönd að baki fyrir utan sambandið við Woods auk þess sem hún var gift skíðakappanum Thomas Vonn. Það var henni erfitt að vera íþróttakona og vera í sambandi þar sem hún vildi ekki rífast við maka. Hún gerði of miklar málamiðlanir, ferðaðist til makanna, gerði það sem þeir vildu og borðaði það sem þeir vildu. „Ég vildi geðjast þeim og fórna sjálfri mér,“ sagði Vonn. „Ég er sterkari og betri og hef lært af fortíð minni og samböndum mínum.“

Vonn er í dag mjög hamingjusöm en langar til þess að stofna fjölskyldu. „Ég er 37 ára, ég hlakka til þess að stofna fjölskyldu á einhverjum tímapunkti, en þú þarft eiginlega maka til þess.“

Lindsey Vonn.
Lindsey Vonn. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.