Ástin fölnar hjá West og Fox

Eitthvað virðist vera farið að halla undan fæti hjá þeim …
Eitthvað virðist vera farið að halla undan fæti hjá þeim Juliu Fox og Kanye West miðað við sögusagnir. Skjáskot/Twitter

Það lítur út fyrir að ástarsamband þeirra Kanye Wests og Juliu Fox sé að líða undir lok. Um liðna helgi tók Fox sig til og fjarlægði allar myndir af West af Instagram-reikningi sínum. Þá vakti það mikla athygli að Fox líkaði við færslu hjá Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu Wests, í sömu andrá og hún fjarlægði myndirnar.

Mikið hefur gengið á hjá þeim Kanye West og Kim Kardashian síðustu misseri. Í síðustu viku bað West til Guðs um að sameina fjölskyldu sína en hann hefur átt erfitt með að sætta sig við hjónaskilnaðinn þrátt fyrir að vera kominn með leikkonuna Juliu Fox upp á arminn. 

„Ég vildi að konan mín væri með mér,“ sagði West við færslu sem hann birti á Instagram í kjölfar Ofurskálarinnar sem fram fór í gærkvöldi þegar keppt var til úrslita í NFL-deildinni. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Kanye West hefur glímt við geðhvarfasýki í langan tíma og því er andleg heilsa hans oft í ójafnvægi þar sem þunglyndi og oflæti herja á hann til skiptis. West lét sig þó ekki vanta á Ofurskálina en ekki hefur sést til hans og Fox í marga daga. Leikkonan eyddi helginni heima með eins árs gömlum syni sínum, Valentino, á meðan West fór mikinn á samfélagsmiðlum.

Það virðist því vera að neistinn sé að kólna þeirra á milli en margir höfðu einmitt ekki spáð sambandinu langlífi.  

View this post on Instagram

A post shared by ye (@kanyewest)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson