Léttist um sjö kíló í stuttu sambandi með West

Julia Fox.
Julia Fox. AFP

Leikkonan Julia Fox varð heimsfræg rétt eftir áramót þegar hún byrjaði með tónlistarmanninum Kanye West. Sambandið entist aðeins í sex vikur og gefur Fox í skyn að það hafi verið erfitt að vera með eins stórum persónuleika og West. 

Fox segir að þau hafi aðeins eytt um 15 dögum saman enda þurftu þau að sinna fjölskyldu, vinnu og ferðalögum á sama tíma og þau voru að kynnast. „Ég reyndi að láta þetta ganga,“ sagði Fox í viðtali við The New York Times. „Ég var með mjög þéttskipaða dagskrá. Hvernig passaði þessi stóri persónuleiki inn í líf mitt? Þetta var ekki sjálfbært. Ég léttist um sjö kíló á þessum mánuði.“

Fox er ekki alveg viss hvort að þau hafi verið í opnu sambandi eða ekki. Hún segir hins vegar að sambandið hafi ekki verið ein stór auglýsing. „Það voru alveg hluti af því sem var alvöru,“ sagði Fox sem sagðist ekki hafa skrifað undir þagnarskyldusamning né farið í viðtal til þess að verða kærasta West. 

„Mér leið eins ég væri kærastan hans. Mér leið hins vegar líka eins og ég hefði verið valin í hlutverk kærustu hans og hann hafði valið mig í hlutverkið. Hann skipulagði allt. Þetta var eins og í kvikmynd.“

Kanye West.
Kanye West. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur reynst varsamt að tengja sig um of við einstaka hluti. Það dugar ekki að stinga höfðinu í sandinn ef upp kemur vandamál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur reynst varsamt að tengja sig um of við einstaka hluti. Það dugar ekki að stinga höfðinu í sandinn ef upp kemur vandamál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin