„Hvernig mun líkami okkar bregðast við þessu?“

„Þetta er ekki umhverfisverndarmynd, en hún gengur samt út frá stöðunni í dag, sem er áhugavert í ljósi þess að ég skrifaði handritið fyrir tuttugu árum,“ segir kanadíski leikstjórinn David Cronenberg um nýjustu mynd sína Crimes of the Future.

Myndin er sú fyrsta sem hann frumsýnir í átta ár og hún keppir um gullpálmann á Cannes kvikmyndahátíðinni í næsta mánuði.

Hann segir myndina vera hugleiðingu um á hvaða vegferð veröldin sé og umhverfið allt og hvernig það ferðalag hafi áhrif á líkama okkar.

Með plast í æðum

Hann segir að bara á síðustu vikum hafi vísindamenn fundið plastagnir í blóði fólks, en vitað hafi verið að plast getur setið í vöðvum manna áður.

„Hvernig mun líkami okkar bregðast við þessu? Þýðir þetta að við séum komin að leiðarlokum? Þýðir þetta að við deyjum yngri? Eða mun líkaminn finna leið til að nota þetta plast? Það er að hluta til það sem nýja myndin fjallar um,“ segir Cronenberg.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilningslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilningslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney