Segir Depp hafa sparkað í sig

Amber Heard segir Johnny Depp hafa sparkað í sig í …
Amber Heard segir Johnny Depp hafa sparkað í sig í flugvél árið 2014. AFP
Heard í dómssalnum í gær.
Heard í dómssalnum í gær. AFP

„Hann var reiður við mig fyrir að taka við hlutverkinu á móti James Franco,“ sagði Heard þegar hún bar vitni í Fairfax í Virginíuríki í gær. Depp höfðaði meiðyrðamál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar sagðist hún vera þolandi heimilisofbeldis en nafngreindi aldrei Depp. Hann neitar öllum ásökunum og hefur farið fram á 50 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur.

Þetta var annar dagurinn sem Heard bar vitni í dómssalnum. 

„Hann hataði, hataði james Franco, og byrjaði strax að saka mig um að það væri eitthvað meira á milli okkar eftir að við lékum í Pineapple Express saman,“ sagði Depp. 

Hún segir atvikið hafa átt sér stað í flugvél í maí árið 2014. „Hann kallaði mig hóru,“ sagði Heard. Hún sagði Depp hafa drukkið áfengi í fluginu. Á einum tímapunkti sagði hún hann hafa slegið hana í framan og sparkað í bak hennar þegar hún færði sig yfir í annað flugsæti. 

„Enginn sagði neitt, enginn gerði neitt. Þú hefðir getað heyrt saumnál detta í fluginu,“ sagði Heard en með í fluginu var öryggislið þeirra og aðstoðarmenn hans. 

Heard og Depp gengu í hjónaband í febrúar árið 2015. Hún sótti um skilnað við hann í maí 2016 og voru þau lögskilin í janúar árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes