Fékk Rose í hnappagatið

Carrie Underwood í essinu sínu á sviði.
Carrie Underwood í essinu sínu á sviði. AFP/Valerie MACON

Kántrídrottningin Carrie Underwood kom aðdáendum sínum heldur betur í opna skjöldu undir lok tónleika sinna á Stagecoach-hátíðinni í Kaliforníu á dögunum. Fyrst byrjaði hún að syngja Guns N’ Roses-slagarann sívinsæla Sweet Child O’ Mine með bandi sínu en kynnti svo leynigest á svið: „Endilega njótið besta kvölds lífs míns með mér. Takið vel á móti Axl Rose!“ Að því sögðu gekk sá gamli staffírugur á svið og kláraði lagið eins og honum einum er lagið áður en hann taldi í annað númer, Paradise City. „Og þið sem hélduð að við værum hætt,“ sagði Underwood en hana hefur víst lengi dreymt um að syngja með Rose. 

Axl Rose í banastuði í Laugardalnum um árið.
Axl Rose í banastuði í Laugardalnum um árið. Mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.