Systur fá aukaæfingu í dag vegna bilunar í gær

Íslenski hópurinn fær aukaæfingu í dag vegna bilunar í hljóðbúnaði …
Íslenski hópurinn fær aukaæfingu í dag vegna bilunar í hljóðbúnaði á sviðinu í dómararennslinu í gærkvöldi. EBU / CORINNE CUMMING

Systur fá eina aukaæfingu í PalaOlimpico höllinni í Tórínó í dag vegna bilunar í svokölluðum „in ear“ búnaði á dómararennslinu í gærkvöldi. Bilunin olli því að Systur heyrðu ekki hver í annarri á sviðinu.

Tvö rennsli voru í gær og gekk það fyrra vel. Á dómararennslinu í gærkvöldi gekk hins vegar allt á afturfótunum, in ear búnaðurinn bilaði og hljóðblöndunin í salnum var í ólagi svo áhorfendur heyrðu illa í söng Systra.

Dómararennslið er eitt það allra mikilvægasta fyrir utan undankvöldið sjálft því þá gefa dómarar annarra landa stigin sín. Mistökin í hljóðblönduninni heyrðust þó ekki í útsendingunni til dómara. 

Í dag verður svo eitt rennsli áður en kemur að stóru stundinni. Keppnin hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og eru Systur númer 14 í röðinni.

Samantekt af dómararennslinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir