Loksins ný plata væntanleg í júlí

Stórstjarnan Beyoncé.
Stórstjarnan Beyoncé. Skjáskot/Instagram.

Ný tónlist er væntanleg frá söngdívunni Beyoncé Knowles, aðdáendum hennar til mikillar gleði. Í gær greindi Beyoncé frá því að nýja platan, Renaissance kæmi út 29. júlí næstkomandi, en þetta er í fyrsta sinn sem hún gefur út plötu frá árinu 2016 þegar Lemonade kom út. 

Í fyrra greindi Beyoncé frá því í viðtali við Harper's Bazaar að ný plata væri á leiðinni. „Með allri einangruninni og óréttlætinu undanfarið ár held ég að við séum öll tilbúin að flýja, ferðast, elska og hlæja aftur.“

Ljósmynd/ALEXANDRA BEIER.

Nýja platan ber heitið Renaissance sem má þýða á yfir á íslensku sem „endurreisn“, en hún sagði í viðtalinu að endurreisn væri væntanleg sem hún vildi vera partur af.

„Það jafnast ekkert á við þá ást, ástríðu og hreinsun sem ég finn fyrir í hljóðverinu. Eftir 31 ár finnst mér þetta alveg jafn spennandi og þegar ég var níu ára gömul. Já, tónlistin er að koma,“ sagði Beyoncé. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes