Systur stýra nýjum spurningaþætti á mbl.is

Systurnar Eva Ruza og Tinna munu stýra skemmti- og spurningaþættinum …
Systurnar Eva Ruza og Tinna munu stýra skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss? í haust. mbl.is/Ágúst Óliver

Spurningaþátturinn Ertu viss? hefur göngu sína á mbl.is á fyrsta degi septembermánaðar en systurnar Eva Ruza og Tinna Miljevic munu fara með umsjón þáttarins. Eva Ruza er mörgum kunn en hún er einn fremsti skemmtikraftur landsins ásamt því að vera stjörnufréttakona á útvarpsstöðinni K100. Tinnu þekkja einnig margir en hún hefur þó hingað til kosið að starfa frekar á bak við tjöldin.

„Við erum sjúklega spenntar. Þetta er þáttur sem ekki hefur verið gerður með sama sniði áður hér á landi og við erum spenntar að fá að keyra hann áfram,“ segir Eva Ruza sem lofar áhorfendum og þátttakendum góðri skemmtun. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég næ að troða Tinnu systur fyrir framan myndavélina. Það þurfti mig þrjár tilraunir til að sannfæra hana um að gera þetta með mér,“ segir Eva Ruza og hlær. „Ég þurfti samt ekki að hafa í neinum hótunum eða mútum við hana eða neitt svoleiðis.“ 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem systurnar vinna saman …
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem systurnar vinna saman en þetta verður í fyrsta sinn sem þær verða báðar fyrir framan myndavélina. mbl.is/Ágúst Óliver

Skemmtileg viðbót við framleiðsluna

„Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til að taka þátt í svona flottu og stóru verkefni með systur sinni. Við munum leiða hvor aðra í gegnum þetta og erum alveg tilbúnar í þetta,“ segir Eva með mikilli eftirvæntingu fyrir fyrsta þættinum sem fer í loftið hinn 1. september. 

„Framleiðslan í kringum þetta hefur verið mjög metnaðarfull og þetta er rosalega framsækinn þáttur sem er að fara í gang,“ segir Eva sannfærandi. 

Spurningaþátturinn er skemmtileg viðbót við aðra þáttagerð úr smiðju Árvakurs undir framleiðslu Studio M. Samanber vefþætti Dagmála og hið sívinsæla Bingó.

Þá koma samstarfsaðilar á borð við Farsímalausnir ehf og upptökustjórann Þór Freysson einnig að framleiðslu Ertu viss? í samvinnu við Árvakur og Studio M. Verður það að kallast góð viðbót við gerð spurningaþáttanna þar sem fagmennskan verður höfð í fyrirrúmi. 

Viska og hraði 

Ertu viss? er skemmtiþáttur sem reynir á unga sem aldna viskubrunna. Spilaðar verða fimm lotur í hverjum þætti þar sem hver lota inniheldur fimm spurningar sem háðar eru ákveðnu þema; t.d. menningu og listum, dægurmálum, tónlist, íþróttum eða fréttum líðandi stundar. Spilað er upp á hvaða þátttakandi er sneggstur að svara rétt. 

Þá þarf varla að taka það fram að vinningarnir í Ertu viss? verða með glæsilegasta móti þar sem tíu efstu þátttakendur í hverri lotu verða leystir út með vinningum. Einn þátttakandi fær svo aðalvinning fyrir að vera efstur í öllum fimm lotunum í hverjum þætti.

Nú er því orðið tímabært fyrir gáfnaljós landsins að virkja hugvitið og setja sig í stellingar fyrir komandi skemmtilegheit á slóðinni www.mbl.is/ertuviss

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden