„Ég hef alltaf forðast lyftur“

Tinna Miljevic stýrir spurningaþættinum Ertu viss? ásamt Evu Ruzu, systur …
Tinna Miljevic stýrir spurningaþættinum Ertu viss? ásamt Evu Ruzu, systur sinni. Skjáskot/Instagram

Eins og gengur og gerist eiga þekkt andlit það til að hverfa af skjánum og ný andlit bregða fyrir í staðinn. Tinna Miljevic, yngri systir Evu Ruzu, er nýtt andlit á skjánum en þær systur stýra gagnvirka skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss? í beinni útsendingu hér á mbl.is öll fimmtudagskvöld kl. 19.00 í vetur. 

Tinna hefur í nokkur ár starfað bakvið myndavélarnar og haft hendurnar í förðun og hári og ýmsu öðru sem snýr að útliti og stíliseringu. Tinna er mikill fagurkeri og má í raun segja að hún sé alger þúsundþjalasmiður. 

Hér gefst lesendum kostur á að skyggnast á bak við þann mann sem Tinna hefur að geyma. 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

„Getum við tekið þessa spurningu aftur þegar ég er orðin stór? Ég er nefnilega ennþá að velta því fyrir mér..“

Hvaða hæfileika myndirðu helst vilja hafa sem þú telur þig ekki hafa nú þegar?

„Ég væri rosalega til í að geta spáð í bolla. Mér finnst sjarmerandi tilhugsun að sitja við eldhúsborðið að spá í bolla og lífið við kertaljós. Veit samt ekki hver í ósköpunum myndi rétta mér bolla til að stinga nefinu ofan í, en klárlega hæfileiki sem ég væri til í að hafa. Vill einhver koma í 10 dropa til mín? Væri kannski erfiður bransi í dag þar sem svona fínir kaffibollar eru í tísku.. Svona með mjólk og alls konar.

Hvað myndirðu gera ef þú festist í lyftu?

„Ég myndi 100% fara að grenja um leið. Það væri samt allt í lagi að gráta. Ég væri alla vega ekki með maskara niður á kinnar þar sem ég er með gerviaugnhár öllum stundum. Þannig að um leið og ég myndi losna út gæti ég þóst vera geggjað töff og labbað skjálfandi út án þess að mikið bæri á. Annars er gaman að bæta því við að ég forðast lyftur og hef alltaf gert - skíthrædd um að festast í þeim. Man eftir að hafa klöngrast í hælaskóm og í flugfreyjubúningi upp 5 hæðir á hóteli í Boston, með mjög stóra ferðatösku, af því ég þorði ekki upp í lyftunni og þorði ekki að segja neinum frá því. Má við það bæta að þegar upp var komið komst ég ekki út af stigaganginum og inn á hæðina sökum eldvarna. Þurfti ég því að skrölta aftur niður 5 hæðir, í hælaskónum, með töskuna og hattinn á hausnum og hunskast í lyftuna. Skjálfandi. Ekki með gerviaugnhár á mér.“

Ef þú værir föst á eyðieyju, hvaða þrjá hluti myndirðu vilja hafa með þér?

„Númer eitt: Ég sá einu sinni svona brúsa sem breytir saltvatni í vatn. Kannski var þetta ekki brúsi, heldur vél. Eða kannski sá ég þetta alls ekki. Núna er ég að efast..
En ég myndi taka það með. Eða finna það upp. Fer eftir því hvenær brottför er áætluð.

Númer tvö: Pöddusprey því það væri glatað að vera föst á eyðieyju með ofsakláða af bitum í þokkabót. Mjög pirrandi get ég ímyndað mér.

Númer þrjú: Mjög mikið af eldspýtum eða öðru til að kveikja eld. Ég myndi líklega lifa mjög stutt ef ég þyrfti að borða hráan mat allan daginn nefnilega.“

Hvort ertu meiri mömmustelpa eða pabbastelpa?

„Foreldrarnir mínir eru ekki með leyfi til að gera opinberlega upp á milli okkar systra svo ég leyfi mér ekki heldur að gera upp á milli þessara mola. Þau eru dúndur frábær og bestu foreldrar alheimsins og ég er besta yngsta dóttir þeirra.“

Ef þú myndir vinna í lottó, hversu stórt hlutfall af vinningsupphæðinni myndir þú deila með Evu?

„Ef þetta væri bara lítil upphæð myndi ég kannski láta skipta nokkrum þúsundköllum í krónur og láta rigna niður af svölunum hjá okkur (við búum sko í tvíbýli) og lofa henni að eiga það. Samt eiginlega bara gefa Sigga manninum hennar Evu peninginn - ekki henni. Hann er nefnilega ástæðan fyrir því að ég bý í húsi sem heldur vatni og vindum.
En ef þetta væri rosalega mikill peningur þá myndi ég gefa henni 1/4 af upphæðinni og skipta jafnt á öll heimili stórfjölskyldu okkar.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden