David Walliams kemur til Íslands

David Walliams er einn frægasti barnabókahöfundur heims um þessar mundir.
David Walliams er einn frægasti barnabókahöfundur heims um þessar mundir. Ljósmynd/Aðsend

Barnabókahöfundurinn og leikarinn David Walliams er á leið til landsins. Hann ætlar að taka þátt í viðburðum á vegum bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir í nóvember.

Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og einn stofnenda Iceland Noir, segir í samtali við mbl.is að hátíðin hafi undanfarin ár leitast við að fá til sín fjölbreyttari hóp höfunda.

„Það er okkur gífurlega mikil ánægja að fá nú í fyrsta sinn erlendan barnabókahöfund til landsins í samstarfi við Bókafélagið, útgefanda David Walliams. Með þessu viljum við vekja athygli á mikilvægi barnabóka og gefa ungum lesendum tækifæri til þess að hitta einn vinsælasta barnabókahöfund heims um þessar mundir,“ segir Yrsa.

Walliams mun koma fram á þremur viðburðum:

Laugardaginn 12. nóvember:

Walliams áritar bækur í Eymundsson í Smáralind klukkan 13.

Walliams kemur fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði klukkan 15.

Sunnudaginn 13. nóvember:

Kvöldstund með David Walliams og Ólafi Darra Ólafssyni í höfuðstöðvum Arion Banka. Sá viðburður markar upphaf bókahátíðarinnar Iceland Noir.

Nánari upplýsingar um hátíðina og miða á hana má finna á www.icelandnoir.com.

Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson standa að bókmenntahátíðinni Iceland …
Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson standa að bókmenntahátíðinni Iceland Noir ásamt Evu Björgu Ægisdóttur og Óskari Guðmundssyni. mbl.is/Ómar Óskarsson
David Walliams hefur skrifað margar metsölubækur.
David Walliams hefur skrifað margar metsölubækur.
Margir muna líka eftir David Walliams úr vinsælu grínþáttunum Little …
Margir muna líka eftir David Walliams úr vinsælu grínþáttunum Little Britain.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav