Julie Powell úr „Julie & Julia“ er látin

Julie Powell árið 2009 á frumsýningu myndarinnar „Julie & Julia“.
Julie Powell árið 2009 á frumsýningu myndarinnar „Julie & Julia“. AFP/Stephen Lovekin/Getty

Rithöfundurinn Julie Powell, sem einsetti sér að elda allar uppskriftirnar í bók Juliu Child, French Cooking, er látinn af völdum hjartaáfalls, 49 ára að aldri. 

Að sögn The New York Times lést Powell, sem var einn af upphaflegu matarbloggurunum, á heimili sínu í New York.

Powell hóf verkefni sitt Julie/Julia þegar netið var að ryðja sér rúms þar sem hún greindi í bloggfærslum sínum frá ævintýrum sínum í eldhúsinu með beittan húmor að vopni.

AFP/Astrid Stawiarz

Verkefnið snerist um að elda allar 524 uppskriftirnar úr bók Child frá árinu 1961, Mastering the Art of French Cooking, Volume 1, í lítilli íbúð sinni í hverfinu Queens þar sem hún bjó með eiginmanni sínum.

Verkefnið var gefið út á bók árið 2005. Leikstjórinn Nora Ephron bjó síðan til vinsæla kvikmynd upp úr bókinni með Meryl Streep í hlutverki Child og Amy Adams í rullu Powells.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant