Ég er eins og gömul kona!

Halsey á rauða dreglinum í Los Angeles í síðasta mánuði. …
Halsey á rauða dreglinum í Los Angeles í síðasta mánuði. ​ AFP/Monica Schipper

Ég er eins og gömul kona,“ sagði bandaríska poppsöngkonan Halsey á Instagramminu sínu í vikunni, í ávarpi til aðdáenda sinna en hún hefur glímt við langvarandi veikindi. „Ég hef lofað sjálfri mér að gefa mér tvö ár enn í þessi veikindi. Og þrítug … ég er að endurfæðast og ætla að vera hraust og sjóðheit í útliti og búa að gríðarlegri orku og endurlifa þrítugsaldurinn á fertugsaldrinum.“

Svo hlóð hún í hástafi: „Til að gera langa sögu stutta, þá er ég lánsöm að vera á lífi.“

Í því ljósi kom næsta fullyrðing skemmtilega á óvart: „Til að gera stutta sögu langa, þá er ég búin að gera plötu.“

Fyrsta lagið er meira að segja komið út; ber það hið óræða nafn The End.

Halsey gaf ekki upp hvað nákvæmlega amar að henni en í myndbandinu sést hún þiggja meðferð við veikindum sínum. Glöggir veittu því athygli að hún taggaði bæði Lupus Research Alliance og Leukemia & Lymphoma Society í færslunni og hefur veitt fé til beggja stofnana. Leukemia er hvítblæði, lymphoma blóðkrabbamein og lupus rauðir úlfar. Væntanlega segir það sína sögu. Rauðir úlfar eru óútreiknanlegur sjúkdómur en oftast leggst hann á húð, liði, nýru, slímhimnu eða taugakerfi.

Með hjartað á erminni

Halsey, sem þekkt er fyrir að bera hjartað á erminni, hefur notið mikilla vinsælda í poppheimum allar götur frá árinu 2015, að hún sló í gegn með sinni fyrstu breiðskífu, Badlands. Plöturnar hennar fjórar hafa raunar allar náð fyrsta eða í versta falli öðru sæti á bandaríska vinsældalistanum. Þá á hún tvö topplög að baki. Without Me og Closer sem hún gerði í samvinnu við the Chainsmokers.

Síðarnefnda lagið komst líka alla leið á toppinn í Bretlandi, líkt og Eastside, sem hún söng með Khalid, undir styrkri stjórn upptökustjórans Bennys Blancos. Alls hefur lögum Halseyjar verið streymt í meira en 50 milljarða skipta á öllum þar til gerðum veitum.

Halsey var á lista Time yfir 100 áhrifamestu menn heims árið 2020.

Allan þennan tíma hefur Halsey glímt við heilsubrest, af margvíslegu tagi. Við skulum rifja upp orð hennar á Instagram fyrir tveimur árum: „Ég hef verið veik. Mjög lengi. En núna bera veikindin loksins nafn. Ég gekk milli lækna í átta ár til að reyna að komast að því hvað amaði að mér. Ég var sögð vera galin, taugaveikluð og löt, svo fátt eitt sé nefnt. Ég sneri lífi mínu á hvolf.“

Nánar er fjallað um veikindi Halseyjar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant