Framtíð Íslandsvinar óráðin

Framtíð David Walliams sem dómari í Britain Got Talent er …
Framtíð David Walliams sem dómari í Britain Got Talent er óráðin. Ljósmynd/Mummi Lu

Óráðið er hvort barnabókahöfundurinn og Íslandsvinurinn David Walliams muni snúa aftur sem dómari í Britain Got Talent í byrjun næsta árs. Breska blaðið segir Sun að Walliams hafi verið beðinn um að stíga til hliðar en BBC segir það ekki ljóst. 

Ástæða þess að Walliams hafi verið beðinn um að segja upp störfum sem dómari í hæfileikaþáttunum eru ummæli sem Guardian segir hann hafa sagt um keppanda í þáttunum þegar þættirnir voru ekki í tökum árið 2020. 

Talsmaður BGT sagði við BBC að dómarar keppni næsta árs verði kynntir fljótlega. „Það er óljóst hvort David muni taka þátt í þáttunum á næsta ári. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun,“ sagði talsmaðurinn enn fremur. 

Kallaði keppanda kuntu

Dómaraprufur hefjast ekki fyrr en eftir tvo mánuði. Walliams hefur verið dómari í þáttunum síðan 2012 og hefur ekki tjáð sig um málið. Enginn annar dómari er kominn með samning um næstu þáttaröð. 

Guardian greindi frá því fyrr í nóvember að Walliams hafi kallað keppanda kuntu og sagt um annan: „Hún heldur að þig langi til að ríða henni, en þig langar það ekki“. Walliams hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa fallið í einkasamtali. Ummælin hafi ekki átt að verða opinber. 

Walliams heimsótti Ísland um miðjan nóvember og fengu hunruðir barna bækur hans áritaðar í heimsókn hans. Þá voru allar bækur eftir hans í sölu á Íslandi á metsölulista Pennans Eymundssonar í síðustu viku. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. Samræður við vini ættu að verða líflegar og skemmtilegar í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. Samræður við vini ættu að verða líflegar og skemmtilegar í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav