Segjast hafa verið neyddar í kynþokkafulla myndatöku

Hilarie Burton, Benthany Joy Lenz og Sophia Bush.
Hilarie Burton, Benthany Joy Lenz og Sophia Bush. AFP

One Tree Hill-stjörnurnar Sophia Bush og Hilarie Burton segjast hafa verið neyddar til þess að taka þátt í kynþokkafullri myndatöku fyrir tímaritið Maxim. Segja þær höfund One Tree Hill, Mark Schwahn, hafa neytt þær í tökuna. 

Bush og Burton halda úti hlaðvarpsþáttunum Drama Queens og þar ræddu þær forsíðu Maxim, sem þær prýddu ásamt mótleikkonu sinni Danneel Harris. 

„Þetta var rosa mikið: Það vill enginn annar ykkur, stúdíóið vill hætta við þættina ykkar. Ef þið fangið ekki athyglina og náið athygli karlmanna, þá eru við öll dauð og allir vinir ykkar eru að fara að missa vinnuna“,“ sagði Burton sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum. 

Bush samsinnti því og sagði að hún hefði ekki viljað taka þátt í tökunum, en að henni hefði verið sagt að hún þyrfti þess. Á forsíðunni voru þær í stuttbuxum og brjóstahaldara með skyrtur bundnar lauslega utan um sig.

„Þetta var svo mikil hótun gegn því að geta, satt best að segja farið af tökustaðnum yfir helgi, sem ég gerði á þessum tímapunkti hvenær sem tækifæri gafst,“ sagði Bush. 

Bethamy Joy Lenz, sem lék með þeim í þáttunum, sagði að hún hefði ekki verið neydd til að sitja fyrir á forsíðunni. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki beðið mig um að vera með því ég væri of feit. Ég var ekki lengur þokkafull skvísa í þáttunum,“ sagði Lenz. Bush og Burton voru hissa því þeim hafði verið sagt að Lenz hafi neitað að vera með, þess vegna hafi þær verið neyddar til að sitja fyrir.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Schwahn hefur verið gagnrýndur fyrir vinnubrögð sín í kringum One Tree Hill. Allar þrjár stigu fram, ásamt fleirum, árið 2017 og sökuðu hann um kynferðislega áreitni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav