Til í tuskið eftir 6 ára skírlífi

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. AFP

Leikkonan Drew Barrymore segist vera tilbúin til þess að fara aftur á stefnumót. Sex ár eru síðan hún skildi við Will Kopelman en Barrymore sagði frá því í haust að hún hafi ekki stundað kynlíf á þeim árum sem liðin eru frá skilnaðinum. 

Barrymore ræddi um stefnumót við leikkonuna Whoopi Goldberg í spjallþætti sínum The Drew Barrymore Show a dögunum. 

Segist hún hafa áttað sig á því að hún væri tilbúin að kynnast manni eftir að hún fattaði að henni fyndist of þægilegt að vera einhleyp. 

„Síðast þegar þú varst hérna þá vorum við báðar einhleypar. Þú varst ekki að leita að manni þá. Ertu að því núna?“ spurði Barrymore áður en hún viðurkenndi að hún væri tilbúin í að fara á stefnumót. 

Goldberg sagðist ekki vera að leita að alvarlegu sambandi um þessar mundir, en gaf Barrymore góð ráð fyrir leitina. 

„Kannski er besta leiðin fyrir þig að máta og skila, í bili allavega, þangað til þú færð þá tilfinningu að þú viljir deila lífi þínum með einhverjum sérstökum. Kannski ertu ekki að leita að því einmitt núna, sem er kannski ástæðan fyrir því að þér líður vel,“ sagði Goldberg.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav