Segist ekki hafa nauðgað einhverfri stúlku

Nick Carter neitar ásökununum.
Nick Carter neitar ásökununum. AFP

Jólaþætti hljómsveitarinnar Backstreet Boys sem átti að sýna á ABC sjónvarpsstöðinni hefur verið frestað eftir að einhverf kona sagði aðalsöngvara sveitarinnar, Nick Carter, hafa nauðgað sér. 

Konan segir Carter hafa nauðgað sér á tónleikaferðalagi sveitarinnar árið 2001, þegar hún var 17 ára. 

Jólaþátturinn, A Very Backstreet Holiday, átti að fara í loftið 14. desember næstkomandi en er ekki lengur á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. 

Konan, sem heitir Shannon Ruth, höfðaði einkamál gegn Carter í Las Vegas í Nevada-ríki í gær, fimmtudag. Ruth, sem er í dag 38 ára, sagðist hafa verið mikill aðdáandi sveitarinnar. Hún er einhverf og með CP-hreyfihömlun og segir Carter hafa smitað sig af HPV-veirunni þegar hann nauðgaði henni. 

Carter hefur neitað ásökunum hennar. Lögmaður hans segir ásakanirnar innantómar og ósannar. 

Hafi gefið henni drykk í rútunni

Lögmaður hennar sagði frá atvikinu á fjölmiðlafundi í gegnum fjarfundabúnað. Sagði hann skjólstæðing sinn hafa farið í röð eftir eiginhandaáritun eftir tónleika í Tacoma í Washington-ríki. Þá hafi Carter boðið henni inn í rútu og gefið henni „drykk sem bragðaðist skringilega sem hann kallaði VIP-drykk“. Hann hafi svo sagt henni að gera kynferðislega hluti við sig áður en hann nauðgaði henni. 

Lögmaðurinn segir hann hafa sagt við hana að enginn myndi trúa frásögn hennar af því hún er einhverf. 

Lögmaður Carters svaraði ásökunum hennar í viðtali við Variety og sagði Ruth hafa á síðustu árum reglulega hafa sakað Carter um ýmislegt. Sögurnar hafi því miður breyst mikið undanfarin ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson