Thunberg bregst við fregnum af Tate

Greta Thunberg og Andrew Tate stóðu í stuttri deilu á …
Greta Thunberg og Andrew Tate stóðu í stuttri deilu á Twitter í vikunni. Nú er hann sagður hafa verið handtekinn í Rúmeníu. Samsett mynd

„Þetta gerist þegar þú ferð ekki með pítsukassann þinn í endurvinnsluna,“ skrifar baráttukonan Greta Thunberg á Twitter nú í morgun. Þar bregst hún vafalaust við fréttum af Andrew Tate, fyrrverandi heimsmeistara í sparkboxi, en hann er sagður hafa verið handtekinn í Rúmeníu í gær. 

Lögreglan í Rúmeníu er sögð hafa handtekið Tate og bróður hans Tristan í gær eftir að Tate birti myndband af sér á Twitter. Eru bræðurn­ir grunaðir um að hafa átt þátt í man­sali og nauðgun­um.

Tate og Thunberg stóðu í stuttri deilu á Twitter í vikunni. Merkti Tate hana í tíst og taldi upp nokkrar bifreiðar í sinni eigu. Bað hann um tölvupóstfang hennar til að segja henni frá fleiri bifreiðum sem hann ætti. Svaraði Thunberg með því að endurbirta færsluna og skrifa: „Já, endilega upplýstu mig frekar um þetta. Sendu mér tölvupóst á smátyppaorka@fáðuþérlíf.com.“

Svar fór illa í Tate, ef marka má myndbandið sem hann birti síðar. En myndbandið leiddi mögulega til þess að hann var handtekinn, en pítsukassi sem sést í myndbandinu er sagður hafa komið lögreglunni á sporið og staðfesta þann grun lögreglu að Tate væri í Rúmeníu.

Tate vakti at­hygli fyrr á ár­inu fyr­ir um­deild­ar yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar á sam­fé­lags­miðlum, sem þóttu bera vott um kven­hat­ur og var hann bannaður af sam­fé­lags­miðlun­um Face­book, TikT­ok og Twitter. Tate fékk hins veg­ar að snúa aft­ur á síðar­nefnda miðil­inn eft­ir að auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk festi kaup á hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav