Kristján Einar ætlar í langtímameðferð

Kristján Einar Sigurbjörnsson ætlar í langtímameðferð í Krýsuvík á miðvikudag.
Kristján Einar Sigurbjörnsson ætlar í langtímameðferð í Krýsuvík á miðvikudag. Ljósmynd/Facebook

Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa setið í fangelsi í átta mánuði á Spáni á síðasta ári, ætlar að fara í langtímameðferð í Krýsuvík. Þessu greinir Kristján Einar sjálfur frá á Instagram og segir síðustu vikur hafa verið erfiðar. 

„Lífið hefur verið upp og niður eftir að ég kom út úr the carsel, og í sannleika var það orðið of mikið fyrir mig og ég hef tekið þá ákvörðun að fara í langtímameðferð á Krýsuvik í eins marga mánuði og mér finnst ég þurfa til þess að rétta út kútnum, þetta er stórt skref fyrir mig og ég vona að Jesú sé að fylgja mér í rétta átt,“ skrifar Kristján og segist fara inn á miðvikudag. 

Líkt og mbl.is greindi frá í byrjun árs var Kristján Einar handtekinn á Húsavík. Var hann grunaður um ölvunarakstur en ekki um líkamsárás eins og áður hafði komið fram. Sérsveit kom að handtökunni, en var þó ekki kölluð sérstaklega til í verkefnið. 

Kristján Einar var í sambandi með söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur þegar hann var handtekinn í Málaga á Spáni í mars á síðasta ári. Upp úr sambandi þeirra slitnaði á meðan Kristján sat inni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav