Fiskikóngurinn leitar sér hjálpar

Kristján segir fyrirtækin ganga vel.
Kristján segir fyrirtækin ganga vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Berg Ásgeirsson, sem er betur þekktur sem Fiskikóngurinn eftir samnefndri verslun, segir geðheilsuna hafa verið að stríða sér undanfarna mánuði.

„Er búinn að vera slappur undanfarna mánuði og ekki alveg eins og ég er vanur að vera. Yfirleitt er èg fullur af orku og hugmyndum og hausinn virkur. En undanfarna 10-20 mánuði, þá hefur einhver skrúfa/ur verið lausar,“ segir í Facebook-færslu Kristjáns. 

Telur hann álag og streitu líklegustu skýringuna. Segist Kristján vera vinna í sjálfum sér en bætir við að það geti tekið tíma og því viti hann ekki hvenær hann komi til baka.

Reynir sitt besta í leik og starfi

Tekur hann fram að fyrirtæki sín gangi vel, starfsfólkið hafi verið flott „og bara ótrúlegt að vera með þennan bakhjarl, fjölskyldu, vini og starfsfólk. Met það mikils.

Ég reyni mitt besta í starfi og leik à meðan, eða þangað til ég næ heilsunni 100%. Öll fyrirtækin verða opin og í rekstri og ég eitthvað á vappi í þeim áfram.“

Loks biður hann þá sem þekkja til góðs geðlæknis að senda sér skilaboð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlýjan streymir frá þér til umhverfisins og margir sækja í hana gleði og uppörvun. Þú færð hverja hugmyndina annarri betri en getur engan veginn gert upp á milli þeirra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlýjan streymir frá þér til umhverfisins og margir sækja í hana gleði og uppörvun. Þú færð hverja hugmyndina annarri betri en getur engan veginn gert upp á milli þeirra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson