Leikkonan Cindy Williams látin

Cindy Williams er látin 75 ára að aldri.
Cindy Williams er látin 75 ára að aldri. AFP/rodin Eckenroth

Cindy Williams, leikkonan sem þekktust var fyrir hlutverk sitt í þáttunum Laverne & Shirley, er látin 75 ára að aldri. Williams átti að baki langan feril í Hollywood en hún lék meðal annars í kvikmyndinni American Graffiti sem kom út árið 1973.

Hún lést á heimili sínu í síðustu viku eftir stutt veikindi. Börn hennar greindu frá andláti hennar og lýstu móður sinni sem hlýrri og sprenghlægilegri konu.

Talskona fjölskyldunnar sendi tilkynningu á fjölmiðla í gær. „Að hafa fengið að þekkja hana og elska hana hafa verið okkar mestu forréttindi. Hún var einstök, falleg, gjafmild og bjó yfir svo mögnuðu skopskyni og anda sem allir hrifust af,“ segir meðal annars í tilynningu hennar.

Williams lék á móti Penny Marshall í Laverne & Shirley en þar fóru þær með hlutverk tveggja sjálfstæðra mæðra á vinnumarkaðnum í Milwaukee í Wisconsin á sjötta áratugnum. Þættirnir voru sýndir á árunum 1976 til 1983 og nutu mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðini ABC.

Var Williams tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í þáttunum.

Cindy Williams við frægðargötuna í Hollywood árið 2004.
Cindy Williams við frægðargötuna í Hollywood árið 2004. AFP/Vince Bucci
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það leysir engin vandamál að sópa þeim undir teppið. Sýndu þeim tillitsemi sem trufla þig. Gakktu úr skugga um réttmæti þess sem þú gerir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það leysir engin vandamál að sópa þeim undir teppið. Sýndu þeim tillitsemi sem trufla þig. Gakktu úr skugga um réttmæti þess sem þú gerir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir