Opnar sig um nauðgun

Brooke Shields.
Brooke Shields. AFP/Jean-Baptiste LaCroix

Leikkonan Brooke Shields segir það hafa verið kraftaverk að hún lifði af þegar henni var nauðgað af valdamiklum manni í Hollywood þegar hún var á þrítugsaldri. 

Hin 57 ára gamla leikkona opnaði sig um nauðgunina og eftirmála hennar í viðtali við People í gær, en hún sagði fyrst frá hinu meinta broti í heimildarmynd sinni Pretty Baby sem kemur út 3. apríl. 

„Ég er reiðari núna en ég gat verið á þeim tíma. Ef þú ert hræddur, þá er það rökrétt. Þetta eru ógnvænlegar aðstæður. Þeir þurfa ekki að beita ofbeldi til að vera ógnvænlegir,“ sagði leikkonan. 

Hún segir atvikið hafa átt sér stað skömmu eftir að hún útskrifaðist úr Princeton háskóla árið 1987. Á þeim tíma hafi hún verið á lægsta punkti ferils síns sem leikkona og hafi samþykkt boð frá valdamiklum manni um að koma að hitta hann. 

Hún hélt hún myndi fá hlutverk í kvikmynd ef hún samþykkti að hitta hann. 

„Ég fraus“

Eftir kvöldverð með manninum samþykkti hún að fara með honum upp á hótel og hringja á leigubíl þaðan. 

Hún minnist þess að maðurinn hafi notað afl sitt til að ná valdi yfir henni og hræddist hún að hann myndi kyrkja hana. „Ég barðist ekki svo mikið á móti. Ég gerði það ekki. Ég fraus. Ég hugsaði að eitt nei ætti að duga, en ég hugsaði bara um að halda mér á lífi og komast út. Og ég lokaði bara fyrir þetta,“ sagði Shields.

Shields segist upphaflega hafa kennt sjálfri sér um að hafa farið upp á hótel með manninum. 

Í heimildaþáttunum ræðir Shields einnig um að hún hafi verið kyngerð í Hollywood svo áratugum skiptir, allt frá því hún leik nakin í myndinni Pretty Baby árið 1978, þá ellefu ára gömul. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin