„The Wire“-leikari látinn

Lance Reddick fór með hlutverk lögreglumannsins Cedrick Daniels.
Lance Reddick fór með hlutverk lögreglumannsins Cedrick Daniels. AFP

Lance Reddick, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum „The Wire“, er látinn 60 ára að aldri.

Samkvæmt umfjöllun TMZ fannst lík Reddick á heimili hans í Studio City-hverfi í Los Angeles klukkan 9.30 í morgun. Dánarorsök hans er enn á huldu, en lögregla segir líta út fyrir að andlátið hafi verið af náttúrulegum völdum.

Reddick fór með hlutverk lögreglumannsins Cedrick Daniels í „The Wire“ en nýverið lék hann samhliða Keanu Reeves í fjórðu myndinni í kvikmyndaröðinni um John Wick.

Einnig lék hann gríska guðinn Seif í væntanlegri seríu á Disney+ um ævintýri Percy Jackson.

Reddick var fæddur og uppalinn í Baltimore, leiksvið „The Wire“-þáttaraðarinnar.  Hann lauk tónlistarprófi í Rochester-háskóla og listagráðu við Yale-háskóla.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákafur og ástríðufullur og hrífur aðra með þér. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákafur og ástríðufullur og hrífur aðra með þér. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin