Grim dauður fyrir Hallgrími

Hallgrímur Helgason.
Hallgrímur Helgason. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú mála ég frjáls og glaður og sé möguleika í öllum mistökum,“ segir Hallgrímur Helgason sem sýnir nýjar sjálfsmyndir á sýningu í Listamönnum gallerí á Skúlagötu,

Í mörg ár gerði Hallgrímur myndir af Grim sem var hans hliðarsjálf. Nú er Grim ekki lengur hluti af myndlist Hallgríms.

„Grim er búinn og dauður fyrir mér. Hann dó í raun haustið 2015 þegar ég kom út úr skápnum með kynferðisofbeldi sem ég varð ungur fyrir,“ segir Hallgrímur og bætir við: „Ég áttaði mig á því nokkrum mánuðum síðar, að öll þessi ár hafði ég notað hann sem einhverskonar tjáningu þolandans, grímu sem ég setti upp og gafst mér vel sem slík. Allt var það ómeðvitað, en í dag sér maður þetta mjög skýrt og því ekki nema eðlilegt að ég hafi enga þörf fyrir að vinna áfram með Grim. Ég breyttist mikið sem listamaður við að koma út með þessa nauðgun, hef ekkert að fela lengur, og hvergi sést það líklega betur en í málverkinu.“

Rætt er við Hallgrím í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákafur og ástríðufullur og hrífur aðra með þér. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Gunnar Helgason
4
Kathryn Hughes
5
Johan Theorin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákafur og ástríðufullur og hrífur aðra með þér. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Gunnar Helgason
4
Kathryn Hughes
5
Johan Theorin