Fékk óvænt hlutverk í True Detective

Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.

Óvæntur íslenskur senuþjófur mun að líkindum skjóta upp kollinum í lok fjórðu þáttaraðar True Detective sem nú er í tökum hér á landi. Leikstjórinn Issa López greinir frá því á Twitter að einn leikaranna hafi greinst með kórónuveiruna og ekki hafi verið unnt að fresta framleiðslunni. Því hafi góð ráð verið dýr og finna þurfti staðgengil með hraði.

„Við erum búin að nota alla leikara á Íslandi með þolanlegan amerískan hreim,“ segir López og bætir svo við að fyrir vikið hafi leikmunastjórinn í þáttunum fengið umrætt hlutverk. „Hann negldi það,“ segir leikstjórinn sem einnig er einn framleiðenda. 

Bjó í aldarfjórðung í L.A.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er umræddur leikmunastjóri Björn Helgi Baldvinsson. Hann bjó í aldarfjórðung í Los Angeles og starfaði í kvikmyndabransanum þar. Á árum áður var hann þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Bleiku bastanna. Ekki náðist í Björn vegna þessa. 

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er umrætt atriði sjálft lokatriðið í lokaþætti True Detective og leikur Björn þar á móti aðalleikkonunni Jodie Foster.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir