Nýjasta stikla True Detective vekur mikla athygli

Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.

Ný og skuggaleg stikla úr nýjustu þáttaröð True Detective var gefin út í gær. Stiklan er úr fjórðu þáttaröð framhaldsþáttanna, True Detective: Night Country, sem að stórum hluta voru teknir upp hér á landi.

Óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster fer með aðalhlutverk í þáttunum, en hún túlkar lögreglukonuna Liz Danvers. Tökur þáttanna fóru að mestu fram í Keflavík og á Dalvík, en stöðunum var breytt í smábæinn Ennis í Alaska. 

Í stiklunni má sjá Foster í hlutverki sínu ásamt meðleikurum berjast við að leysa erfitt mannhvarfsmál í ógnvekjandi myrkri Alaska. Stiklan hefur fengið tæplega fjórar milljónir áhorfa á innan við sólarhring. 

Þáttaserían verður frumsýnd 14. janúar 2024. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar