Ragnar hlaut Palle Rosenkrantz-verðlaunin

Auk Ragnars og Yrsu hafa höfundar á borð við Ian …
Auk Ragnars og Yrsu hafa höfundar á borð við Ian Rankin, Peter Høeg, Jo Nesbö, John le Carré, Philip Kerr og Minnette Walters hlotið Palle Rosenkrantz-verðlaunin. Ljósmynd/Kira Ragnarsdóttir

Ragnar Jónasson tók í dag við Palle Rosenkrantz-verðlaununum fyrir bestu þýddu glæpasöguna í Danmörku á glæpasagnahátíðinni Krimimessen. Verðlaunin fær hann fyrir þríleik sinn um lögreglukonuna Huldu, Dimmu, Drunga og Mistur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bókaforlaginu Bjarti og Veröld.

Palle Rosenkrantz-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1987. Í tilkynningu frá bókaforlaginu segir að þetta sé aðeins í annað skipti sem höfundur hlýtur verðlaunin fyrir fleiri en eina bók. Þá sé Ragnar annar íslenski höfundurinn sem fær þennan heiður, en Yrsa Sigurðardóttir hafi verið verðlaunuð árið 2017 fyrir bókina DNA.

„Meistaraverk“

Formaður dómnefndarinnar um Palle Rosenkrantz-verðlaunin er bókmenntafræðingurinn Bo Tao Michaëlis, gagnrýnandi á Politiken til yfir þrjátíu ára. 

„Í þríleik Ragnars, Dimmu, Drunga og Mistri, eru bæði náttúra og íbúar Íslands lífshættuleg, sérstaklega úti í auðninni þar sem enginn heyrir þegar hrópað er á hjálp,“ segir í umsögn dómnefnar.

„Rannsóknarlögreglukonan Hulda sem við fylgjum frá vöggu til grafar kemst heldur ekki ósködduð í gegnum lífið, þannig að eftir að hafa flett síðustu síðunni af eitt þúsund situr maður skekinn eftir: Er lífið svona miskunnarlaust? Vissulega fyrir manninn en ekki náttúruna. Hún er villt, fögur og saklaus. Meistaraverk sem einnig hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þig fram um að vera til staðar fyrir vini þína bæði í sorg og gleði því sjálfum þér gefurðu mest. Þú gleðst yfir því að öldurnar hefur lægt og allir eru á eitt sáttir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þig fram um að vera til staðar fyrir vini þína bæði í sorg og gleði því sjálfum þér gefurðu mest. Þú gleðst yfir því að öldurnar hefur lægt og allir eru á eitt sáttir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir