Leikarinn Jonathan Majors handtekinn

Bandaríski leikarinn Jonathan Major.
Bandaríski leikarinn Jonathan Major. AFP/ Frederic J. Brown

Bandaríski leikarinn Jonathan Majors var handtekinn í gærmorgun vegna heimilisofbeldis. 

Majors leikur meðal annars í myndunum Creed III og Ant-Man and the Was: Quantumania sem komu út nýverið.

Majors er 33 ára og var handtekinn í íbúð á Manhattan í New York.

Í tilkynningu frá lögreglu sagði að fórnarlambið, þrítug kona, tjáði lögreglu að Majors hafi ráðist á hana. Hún hlaut minniháttar áverka á höfði og háls. 

Majors á yfir höfði sér ákæru fyrir kyrkingu, líkamsárás og áreitni að sögn lögreglu. 

Talmaður leikarans tjáði CNN að Majors hefði ekki gert neitt rangt. 

Í gærkvöldi var leikarinn látinn laus úr haldi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir