Guð­mundur Felix fór í aðra að­gerð í morgun

Guðmundur Felix og eiginkona hans, Sylwia Gretarsson. Guðmundur var ánægður …
Guðmundur Felix og eiginkona hans, Sylwia Gretarsson. Guðmundur var ánægður með pítsu sem hann fékk í gær eftir langa föstu. Facebook/Guðmundur Felix

Guðmundur Felix Grétarsson þurfti að fara í aðra aðgerð vegna sýkingar sem myndast hefur í handlegg hans. Frá þessu greinir hann í myndskeiði á Facebook. 

Tveir hand­legg­ir voru grædd­ir á Guðmund Fel­ix fyr­ir rúm­lega tveim­ur árum síðan.

Á fimmtu­dag­ greindi hann frá því að höfnunareinkenni væru far­in að gera vart við sig. Voru ein­kenn­in meðhöndluð með marg­föld­um skammti af ster­um en mögu­legt er að Guðmund­ur missi hand­legg­ina. 

Fór að fá hita

Vegna sýk­ing­ar og bólgu í oln­boga fór hann í aðgerð á laugardagskvöld til þess að losa um vökva sem þar hafði mynd­ast svo að sýkla­lyf kæm­ust óhindruð um hand­legg­inn.

Í gærkvöldi kom læknirinn svo og skipti um umbúðir og hreinsaði sárin en sama kvöld fór Guðmundur Felix að fá hita þrátt fyrir að vera á sýklalyfjum.

„Í morgun var ákveðið að ég skyldi fara í aðra aðgerð, handleggurinn var opnaður hærra uppi og skurðurinn er opinn frá öxl að hendi. Svæðið var þrifið og þvegið. Ég er enn á sýklalyfjum og nú þurfum við bara að bíða og sjá. Ég er ekki með hita og mér líður ágætlega. Handleggurinn er enn bólginn en það er ekki jafn sársaukafullt. Við munum vita hvernig þetta fer á næstu dögum,“ segir Guðmundur Felix.

Þakklátur en getur varla notað fingurna

Hann sé þakklátur fyrir allan stuðninginn en hann geti því miður ekki svarað skilaboðum þar sem hann sé ekki í ástandi til þess. Hann geti varla notað fingurna.

„Takk fyrir allan stuðninginn sem þið hafið sýnt mér. Ég mun halda ykkur upplýstum á komandi dögum um hvernig þetta fer,“ sagði Guðmundur Felix að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson