Sannfærður um að allt sé eins og það eigi að vera

Rúmlega tvö ár eru síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágrædda …
Rúmlega tvö ár eru síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágrædda handleggi. Ljósmynd/Aðsend

„Líðanin er mjög góð núna, en ég neita því ekki að þetta hafa verið mjög erfiðar vikur,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem er búinn að fara í gegnum nokkar aðgerðir síðustu tvær vikur vegna sýkingar og roðabletta sem eru einkenni þess að líkaminn sé að hafna ágræddu handleggjunum.

„Ég er ekki kominn í gegnum þennan stórsjó enn þá, en kúrfan stefnir í rétta átt,“ segir hann.

Það er óvanalegt að líkaminn sýni höfnunareinkenni þegar svona langt er liðið frá ágræðslu, en þó er það ekki óþekkt. Fyrir helgi var jafnvel búist við að Guðmundur gæti farið heim í þessari viku, en nú er ljóst að hann þarf að vera lengur á sjúkrahúsinu í Lyon.

„Ég er á mjög sterkum sýklalyfjum núna og annað þeirra þarf ég að fá með drippi í æð alla vega til 20. maí, svo ég þarf að klára þetta áður en ég kemst heim.“ Guðmundur segir að meðferðin sé mikill línudans, því bæði þurfi að vinna á sýkingunni, en eins þarf að huga að ónæmiskerfinu sem bælist við þessar miklu steragjafir.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert