Íslandsklukkan með flestar tilnefningar

Leikverkið Íslandsklukkan fékk flestar tilnefningar til Grímunnar í ár, eða …
Leikverkið Íslandsklukkan fékk flestar tilnefningar til Grímunnar í ár, eða tíu talsins. Ljósmynd/Ívar Atli

Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness í leikgerð leikhópsins Elefant, hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða 10 talsins. Næstflestar tilnefningar, eða sjö talsins, hlýtur söngleikurinn Chicago.

Veitt verða verðlaun í 17 flokkum auk Heiðursverðlauna Sviðslistasambands Íslands, sem veitt eru einstaklingi sem þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi. Gríman verður afhent í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 14. júní og sýnd beint á RÚV.

Íslandsklukkan er í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, en verkið fær meðal annars tilnefningar í flokkunum sýning ársins, leikstjóri ársins, leikari og leikkona í aðalhlutverki og leikari í aukahlutverki.

Chicago er í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfoníuhljómsveitar Norður­lands. Verkið …
Chicago er í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfoníuhljómsveitar Norður­lands. Verkið fékk sjö tilnefningar í ár. Ljósmynd/Ármann Hinrik

Chicago er eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Foss í leikstjórn Mörtu Nordal í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norður­lands. Verkið fær meðal annars tilnefningar sem sýning ársins, leikari í aðalhlutverki og leikari í aukahlutverki.

Benedict og Ásthildur með tvær tilnefningar

Leikstjórinn Benedict Andrews fær tilnefningar sem leikstjóri ársins fyrir bæði Ellen B og Ex og leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir fær tilnefningar bæði fyrir leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Svartþresti og fyrir aukahlutverk í Macbeth.

Ex fékk meðal annars tilnefningu fyrir sýningu ársins. Þá fengu …
Ex fékk meðal annars tilnefningu fyrir sýningu ársins. Þá fengu Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tilnefningar fyrir framistöðu sína í aðalhlutverkum.

Tilnefningarnar eru eftirfarandi:

Sýning ársins

 • Chicago
 • Ellen B.
 • Ex
 • Geigengeist
 • Íslandsklukkan

Leikrit ársins

 • Á eigin vegum eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guðmundsdóttur
 • Hið ósagða eftir Sigurð Ámundsson
 • Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf Ásgeirsson
 • Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson
 • Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur

Leikstjóri ársins

 • Benedict Andrews – Ellen B.
 • Benedict Andrews – Ex
 • Viktoría Blöndal – Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
 • Þorleifur Örn Arnarsson – ­Íslandsklukkan
 • Þóra Karítas – Samdrættir

Leikari í aðalhlutverki

 • Björgvin Franz Gíslason – Chicago
 • Gísli Örn Garðarsson – Ex
 • Hallgrímur Ólafsson – Íslandsklukkan
 • Jóhann Sigurðarson – Síðustu dagar Sæunnar
 • Sveinn Ólafur Gunnarsson – Venus í feldi

Leikari í aukahlutverki

 • Arnþór Þórsteinsson – Chicago
 • Benedikt Erlingsson – Ellen B.
 • Davíð Þór Katrínarson – Íslandsklukkan
 • Jörundur Ragnarsson – ­Prinsessuleikarnir
 • Ólafur Ásgeirsson – Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar

Leikkona í aðalhlutverki

 • Ásthildur Úa Sigurðardóttir – Svartþröstur
 • Guðrún S. Gísladóttir – Síðustu dagar Sæunnar
 • Nína Dögg Filippusdóttir – Ex
 • María Thelma Smáradóttir – ­Íslandsklukkan
 • Sara Dögg Ásgeirsdóttir – Venus í feldi

Leikkona í aukahlutverki

 • Ásthildur Úa Sigurðardóttir – Macbeth
 • Ebba Katrín Finnsdóttir – Ellen B.
 • Íris Tanja Flygenring – Sam­drættir
 • Kristín Þóra Haraldsdóttir – Ex
 • Þórey Birgisdóttir – Draumaþjófurinn
Draumaþjófurinn fékk meðal annars tilnefningar fyrir dans og sviðshreyfingar, leikmynd, …
Draumaþjófurinn fékk meðal annars tilnefningar fyrir dans og sviðshreyfingar, leikmynd, búninga og lýsingu. Ljósmynd/Jorri

 

Leikmynd

 • Milla Clarke – Macbeth
 • Egill Sæbjörnsson – Á eigin vegum
 • Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir
 • Ilmur Stefánsdóttir – Draumaþjófurinn
 • Guðný Hrund Sigurðardóttir – Íslandsklukkan

Búningar

 • Alexía Rós Gylfadóttir og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir – Geigengeist
 • Guðný Hrund Sigurðardóttir – Íslandsklukkan
 • María Th. Ólafsdóttir – Draumaþjófurinn
 • Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir
 • Liucija Kvašyte – Macbeth

Lýsing

 • Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek – Draumaþjófurinn
 • Juliette Louste – Ég lifi enn – sönn saga
 • Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir
 • Kjartan Þórisson – Geigengeist
 • Pálmi Jónsson – Macbeth
Geigengeist fékk m.a. tilnefningu sem sýning ársins.
Geigengeist fékk m.a. tilnefningu sem sýning ársins. Ljósmynd/Axel Sigurðarson

 

Tónlist

 • Áskell Harðarson – Verk nr. 2.1
 • Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson – Geigengeist
 • Kristjana Stefánsdóttir – Hvað sem þið viljið
 • Unnsteinn Manuel Stefánsson - Íslandsklukkan
 • Urður Hákonardóttir – Hringrás

Hljóðmynd

 • Gísli Galdur Þorgeirsson og Aron Þór Arnarsson – Ellen B.
 • Sigurður Ámundason, Óskar Þór Ámundason og Andri Björgvinsson – Hið ósagða
 • Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan
 • Urður Hákonardóttir – Hringrás
 • Þorbjörn Steingrímsson – Macbeth

Söngvari

 • Björgvin Franz Gíslason – Chicago
 • Björk Níelsdóttir – Þögnin
 • Hye-Youn Lee – Madama Butterfly
 • Margrét Eir – Chicago
 • Valdimar Guðmundsson – Óbærilegur léttleiki knattspyrnnunar

Dansari

 • Díana Rut Kristinsdóttir – Til hamingju með að vera mannleg
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir – Góða ferð inn í gömul sár
 • Ernesto Camilo Aldazábal Valdes – Íslandsklukkan
 • Katrín Vignisdóttir – Chicago
 • Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás

Danshöfundur

 • Gígja Jónsdóttir & Pétur Eggertsson – Geigengeist
 • Valgerður Rúnarsdóttir – Dansa, hvað er betra en að dansa
 • Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás

Dans og sviðshreyfingar

 • Juliette Louste – Ég lifi enn – sönn saga
 • Lee Proud – Chicago
 • Lee Proud – Draumaþjófurinn
 • Sigríður Soffía Níelsdóttir og hópurinn – Til hamingju með að vera mannleg
 • Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Them

Sproti ársins

 • Grasrótarstarf óperulistamanna
 • Tóma rýmið
 • Dunce – tímarit um dans, koreó­grafíu og gjörningalist
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason