Ingó veðurguð spilar á Goslokahátíð

Ingó Veðurguð spilar á Goslokum í Vestmannaeyjum.
Ingó Veðurguð spilar á Goslokum í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Mummi Lú

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun spila á Goslokahátíð sem haldin verður í Vestmannaeyjum 3.-9. júlí. Dagskrá hátíðarinnar var kynnt í morgun. 

Staðarmiðillinn Eyjafréttir greinir frá. 

Ingó spilar á Zame á föstudagskvöldinu en sama kvöld verða Doctor Victor, Blaz Roca og Blaffi á Lundanum. 

Sakaður um kynferðisbrot

Ingó tók sér hlé frá tónlistinni árið 2021 í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Ingó höfðaði í kjölfarið meiðyrðamál gegn Sindra Þór Sigríðarsyni vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. 

Sindri Þór var sýknaður.

Ingó sneri aftur fyrr á þessu ári þegar hann hélt tónleika í fjórgang fyrir fullum sal í Háskólabíói . Þá gaf hann út lag í febrúar á þessu ári.

Ítarlega dagskrá Goslokahátíðarinnar má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson