Skilin 13 árum eftir að miðill spáði fyrir um skilnaðinn

Kyle Richards er nú skilin við mann sinn til 27 …
Kyle Richards er nú skilin við mann sinn til 27 ára. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kyle Richards er skilin við eiginmann sinn, Mauricio Umansky, eftir 27 ára hjónaband. Aðdáendur höfðu þó tekið eftir því að Richards, sem er ein af húsmæðrunum í raunveruleikaþættinum Real Housewives of Beverly Hills, hafði ekki sést á samfélagsmiðlum Umansky í nokkra mánuði og höfðu því velt því fyrir sér hvort skilnaðurinn hafi átt sér stað fyrir löngu.

Aðdáendur þáttanna um húsmæðurnar í Beverly Hills muna eflaust flestir eftir matarboði sem kom fram í fyrstu þáttaröðinni árið 2010, þar sem miðillinn Allison Dubois svo eftirminnilega spáði fyrir um skilnaðinn. Núna þrettán árum seinna hefur spáin ræst. Eftir að skilnaðurinn var staðfestur deildi miðillinn Allison Dubois færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist hafa vitað þetta allan tímann. Dubois hlaut mikla gagnrýni þegar þátturinn fór upprunalega í loftið en segir að með skilnaðinum fá hún nú uppreisn æru, þrátt fyrir að þrettán ár séu liðin.

Matarboð frá helvíti

Í matarboðinu fyrir þrettán árum spurði Dubois Richards spjörunum úr varðandi hjónaband þeirra síðarnefndu og sagði að eiginmaður Richards myndi aldrei ná að fullnægja tilfinningalegum þörfum hennar og að sambandið væri í raun dauðadæmt. Matarboð þetta vakti mikla athygli, þá sérstaklega fyrir framkomu Dubois, og var það kallað matarboð frá helvíti eftir að þátturinn fór í loftið.

Hér má sjá brotið úr þættinum þegar Dubois spáir fyrir um skilnaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir