Seldist upp á tónleika Laufeyjar á örskotsstundu

Laufey hefur átt mikilli velgengni að fagna.
Laufey hefur átt mikilli velgengni að fagna. Skjáskot/Instagram

Uppselt er á tvenna tónleika Laufeyjar í Hörpu í mars. Miðasala á aukatónleikana hófst í morgun og seldust þeir upp á örskotsstundu, en um 1600 sæti voru í boði á hvora tónleika. Laufey heldur af stað í tónleikaferðalag um Evrópu á nýju ári til að kynna nýútgefna plötu hennar, Bewitched.

Tónlistarkonan, 24 ára, skaust upp á stjörnuhimininn árið 2020 og hefur frægðarsól hennar risið síðan jafnt og þétt. Hin íslensk-kínverska listakona ólst upp við að spila á selló og píanó og fann innblástur í gegnum tónlist og rödd Ellu Fitzgerald eftir að hafa gramsað í plötusafni föður síns.

Árið 2020, á meðan hún var enn nemandi við hinn virta Berklee College of Music, gaf Laufey út sína fyrstu smáskífu, Street by Street, sem náði á topp íslenska vinsældalistans. Verk hennar hafa verið flutt víða um heim og hefur hún hlotið ýmsar viðurkenningar, en árið 2022 var Laufey mest streymdi djasslistamaður á Spotify, með 425 milljónir streyma.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg