Hornamaðurinn flottur með mottu

Bjarki Már er flottur með mottu.
Bjarki Már er flottur með mottu. Samsett mynd

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Veszprém í Ungverjalandi, fagnar 34 ára afmæli sínu í dag, fimmtudag.

Hornamaðurinn birti skemmtilega færslu á Instagram-síðu sinni í tilefni dagsins þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með aldurinn og tilveruna.

Bjarki Már fagnaði deginum með því að kíkja á kaffihús í ungversku borginni ásamt átta mánaða gamalli dóttur sinni. 

Glæsileg motta

Á myndunum skartar Bjarki Már glæsilegu yfirvaraskeggi en hornamaðurinn hefur verið iðinn við að breyta útliti sínu undanfarna mánuði.

Bjarki Már lét síðu lokkana fjúka að loknu Evrópumóti í Þýskalandi í febrúar. Hárbandið, helsta einkennismerki hans, fór með síða hárinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál