Eiginkona Masterson hefur sótt um skilnað

Eiginkona leikarans, Bijou Phillips, hefur sótt um skilnað.
Eiginkona leikarans, Bijou Phillips, hefur sótt um skilnað. AFP

Bandaríska leikkonan Bijou Phillips hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, leikaranum Danny Masterson. Leikarinn var nýverið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum snemma á þessari öld.

Samkvæmt dómsskjölum sem Phillips lagði fram á mánudag kemur fram að ástæða skilnaðar sé óásættanlegur ágreiningur og að leikkonan fari fram á fullt forræði yfir níu ára gamalli dóttur hjónanna.

Phillips og Masterson voru gift í tæplega 12 ár, en þau gengu í hjónaband í október 2011.

Phillips var við hlið eiginmanns síns í gegnum réttarhöldin og var viðstödd dómsuppkvaðningu fyrr í þessum mánuði. Heimildarmaður People hafði eftir Phillips aðeins nýverið að hún hygðist ekki ætla að skilja við eiginmann sinn þar sem hún trúði á sakleysi hans og elskaði eiginmann sinn.

Master­son, sem er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í That 70’s Show, var dæmd­ur fyr­ir að nauðga tveim­ur kon­um á heim­ili sínu í Hollywood Hills árin 2001 og 2003.

Hann var einnig kærður fyr­ir að nauðga einni ann­arri konu en kviðdóm­ur­inn taldi að ekki væri hægt að sanna það með nógu góðum sönn­un­ar­gögn­um.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi
Loka