Santos kærir Kimmel fyrir blekkingar

Santos lifir og hrærist í kærum.
Santos lifir og hrærist í kærum. Samsett mynd

Fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins, George Santos, hefur lagt fram kæru á hendur þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel. Santos ásakar sjónvarpsmanninn um að hafa platað sig til að taka upp myndskeið í Cameo, en það er forrit sem býður almenningi að kaupa kveðjur frá þekktum einstaklingum.

Santos heldur því fram að Kimmel hafi blekkt sig til að taka upp myndskeið í forritinu sem hann hafi síðan notað til að hæðast að sér í vinsælum spjallþætti sínum, Jimmy Kimmel Live!

14 beiðnir undir falsnöfnum

Í gegnum Cameo fékk Santos ýmsar beiðnir frá einstaklingum og fyrirtækjum en komst svo að því að Kimmel hafði sent að minnsta kosti 14 beiðnir um skilaboð og kveðjur undir falsnöfnum. 

Fyrrverandi þingmaðurinn var rekinn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings í desember. Santos laug bæði til um menntun og starfsferil, en það komst einnig upp að hann hafi notað fé úr kosningasjóði sínum í persónuleg útgjöld, eins og bótox-fyllingar og OnlyFans.

Sjálfur bíður Santos réttarhalda, en hann var ákærður fyrir auðkennisþjófnað, skjalafals auk ótal annarra brota. Réttarhöld Santos eru áætluð í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir