Ítarlegri og krítískari skoðun

Stilla úr nýju heimildarmyndinni um Megas.
Stilla úr nýju heimildarmyndinni um Megas.

„Sjónarhorn myndarinnar er hefðbundið og lotningarfullt, þó því sé haldið fram í kynningartextum að viðmælendur „hlífi Megasi ekki“. Það eru vissulega sagðar af honum nokkuð hressilegar sukksögur, þar sem æla, eignaspjöll og fiskiflugur koma við sögu, en þetta er ekki myndin sem bankar af neinum krafti í helgimyndina af einum af okkar helstu helgimyndabrjótum. En stórfín sem það sem hún er, og tónlistin talar sínu máli sem fyrr, engu lík,“ skrifar Þorgeir Tryggvason um heimildarmyndina Afsakið meðanað ég æli sem frumsýnd var í Bíó Paradís fyrr í þessum mánuði. 

Myndin, sem Spessi leikstýrði, er byggð í kringum tónleika með tónlist Megasar í Eldborg vorið 2019. „Þetta er ákaflega fagmannlega gert. Rammarnir fallegir, söguþráðurinn skýr og Megas sjálfur í banastuði sem sjarmerandi sögumaður, nýstiginn sem hann er upp úr heilablóðfalli,“ skrifar rýnir og heldur áfram: 

„Innihaldið er mikið til kunnuglegt, og fylgir viðteknum söguramma ferilsins. Megas er maðurinn sem ræðst með hrossabresti óskammfeilinnar mælsku á heilagar kýr íslenskrar menningar og uppsker þöggun valdhafanna í menningarlífinu, þó alltaf eigi hann bandamenn sem hjálpa til við að koma efninu á framfæri. Missir stjórn á neyslunni og lystina á að harka í „bransanum“, en snýr síðan aftur í boði þeirra Morthens-bræðra þegar nýsköpunarbylgja pönksins rís loksins á Íslandi í upphafi níunda áratugarins. Breiðskífurnar eru orðnar hátt í þrjátíu, þar af ríflega tuttugu eftir upprisu, eftir að sess Megasar í tónlistar- og menningarsögunni er í raun tryggður.

Þetta þarf allt fyrr eða síðar að fá ítarlegri og krítískari skoðun en rúmast í þessu formi. Slík er óumdeild stærð Megasar og höfundarverks hans. Meðal þess sem þarfnast endurskoðunar er þessi viðtekna þunga áhersla á grínaktugar niðursallanir hins unga Megasar á Jónasi Hallgrímssyni og félögum, sem hér fær mikið pláss. Hún skautar yfir þá staðreynd að þetta „skeið“ er u.þ.b. hálf fyrsta platan og lýkur að mestu með lögunum um Jónas frá Hriflu og Ragnheiði biskupsdóttur á þeirri næstu. Og það nær ekki nokkurri átt að lýsa Spilverki þjóðanna sem einhverjum bjargvættum með aðkomu sinni að Á bleikum náttkjólum (1977), þegar árið á undan spilar algert landslið hljóðfæraleikara inn á Fram og aftur blindgötuna (1976), sem er augljóslega einn af sköpunarhátindum Megasar, og má jafnvel halda fram að rísi þeirra hæst. Er þar þó engu þjóðernisgoði steypt af stalli.“

Dóminn í heild sinni má lesa í gagnasafni Morgunblaðsins, en dómurinn birtust á menningarsíðum blaðsins mánudaginn 25. mars. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson