Sjana úr Voice gefur út nýtt lag

Sjana Rut var að gefa út lagið Bitter Sweet Sound.
Sjana Rut var að gefa út lagið Bitter Sweet Sound. Mynd: úr einkasafni

Sjana Rut Jóhannsdóttir var að gefa út lagið Bitter Sweet Sound, sem og tónlistarmyndband við það. Lagið og textann samdi hún sjálf. Við tökur á myndbandinu naut hún aðstoðar Snorra Christopherssonar en hún klippti og leikstýrði því sjálf.

„Lagið fjallar í stuttu máli um ástarsorg. Það er svolítið síðan ég samdi þetta lag, um áramótin. Ég er að tjá mig um hvernig mér leið á þeim tíma.“

Svana vakti mikla athygli í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland þar sem henni var hrósað í hástert fyrir sérstaka og hljómfagra rödd. „Sj­ana, þú ert nátt­úru­lega 17 ára og það er eins og það sé ein­hver 50 ára göm­ul gospel­söng­kona inni í þér, hvaðan kem­ur þetta?“ Sagði Svala Björgvins, þjálfari hennar í þáttunum.

Sjana hefur ekki setið auðum höndum eftir að The Voice Ísland lauk. Hún hefur samið mikið af tónlist og gefið út nokkur lög, þótt þetta sé fyrsta tónlistarmyndbandið úr hennar smiðju. Hún hefur einnig verið að koma fram ásamt bróður sínum Alex Má Jóhannssyni og saman tóku þau systkinin þátt í Músíktilraunum.

„Við reynum að taka þátt í öllu og koma okkur fram alls staðar. Það gerist ekkert nema maður geri það sjálfur.“

Systkinin Alex og Sjana.
Systkinin Alex og Sjana. Mynd: úr einkasafni
mbl.is

Sjana úr Voice gefur út nýtt lag

19.4. Sjana Rut Jóhannsdóttir var að gefa út lagið Bitter Sweet Sound, sem hún samdi sjálf auk þess að leikstýra og klippa tónlistarmyndbandið. Svana vakti mikla athygli í þáttunum The Voice Ísland fyrir sérstaka og hljómfagra rödd sína. Meira »

Íslensk-þýskur strákur í Voice Kids

25.2. Leon Fehse er 14 ára gamall af þýsk-íslenskum uppruna og mikill tónlistarunnandi. Hann er búsettur í Þýskalandi og komst á dögunum áfram í sjónvarpsþáttunum The Voice Kids Germany. Áheyrnarprufuna má heyra í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »

Karitas átti ekki von á sigri

6.2. „Ég er enn að átta mig á þessu, ég var einhvern veginn aldrei á þeim stað í hausnum að ég væri að fara að taka þetta og eins klisjulega eins og það hljómar þá er þetta „life changing“ fyrir mig,“ segir Karitas Harpa sem vann The Voice Ísland síðastliðinn föstudag. Meira »

Hjörtur syngur um missi

6.2. Hjörtur Traustason, sigurvegari fyrstu þáttaraðar The Voice Ísland, sneri aftur í úrslitaþátt annarrar þáttaraðar og söng frumsamið lag. Lagið er um missi og söknuð og byggist á áföllum í lífi Hjartar. Hann hefur lengi unnið í laginu og á einar 20 útgáfur af því. Meira »

Salka og Helgi saman á Voice-sviðinu

6.2. Þjálfararnir Salka Sól og Helgi Björns tóku saman lagið í úrslitaþætti The Voice Ísland sem fór fram sl. föstudagskvöld. Helgi steig fyrstur á svið og söng lagið Þú og ég með Hljómum, Salka bættist síðan við og lagið breyttist yfir í Ég elska alla með sömu sveit. Meira »

Svala: „Mann langar að knúsa þig“

5.2. „Ég sagði honum að ímynda sér að hann væri að fara á djammið og ég held að það hafi heppnast,“ sagði Unnsteinn um flutning Sigurjóns á laginu Án þín með Trúbrot í úrslitaþætti The Voice Ísland. Meira »

Svala: „Manni hlýnar í hjartanu“

4.2. „Ég vil heyra þetta lag með þér í útvarpinu á morgun, þetta er svo flott,“ sagði Svala Björgvins um flutning Þórdísar Imsland á laginu Send My Love með Adele í úrslitaþætti The Voice Ísland. Meira »

Svala og Unnsteinn á sviði

4.2. Svala Björgvins og Unnsteinn Manúel slógu í gegn þegar þau stigu saman á svið í úrslitaþætti The Voice Ísland, þar sungu þau saman lagið No Ordinary Love með Sade. Flutninginn í heild sinni má sjá í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »

Liverpool-lagið á Voice-sviðinu

4.2. Arnar Dór söng lagið You Are So Beautiful í fjögurra manna úrslitum The Voice Ísland. Tilfinningaþrunginn flutningurinn skilaði honum sæti í tveggja manna úrslitum þar sem hann söng You‘ll Never Walk Alone. Bæði atriðin má sjá í myndskeiðum sem fylgja fréttinni. Meira »

Karitas sigraði í Voice Ísland

3.2. Karitas Harpa Davíðsdóttir vann aðra þáttaröð The Voice Ísland. Hún söng lagið My Love með Sia og gerði það með glæsibrag, eins og sjá má í myndskeiðinni sem fylgir fréttinni. Meira »

Lið Svölu syngur fyrir Þórdísi

3.2. Svala Björgvins og lið hennar tóku saman lagið California Dreaming til að sýna Þórdísi Imsland stuðning fyrir úrslitaþátt The Voice Ísland, en hann fer fram í kvöld. Flutninginn í heild sinni má sjá í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »

Úrslit The Voice ráðast í kvöld

3.2. Úrslitaþáttur The Voice Ísland fer fram í kvöld. Þar mætast þau Þórdís, Arnar, Karitas og Sigurjón og keppast um að syngja sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar sem kýs sigurvegara í símakosningu. Auk keppandanna stígur Hjörtur Traustason sigurvegari fyrstu þáttaraðarinnar á svið, sem og þjálfararnir. Meira »

Á bleiku skýi með kokteil og kettlinga

31.1. Þórdís Imsland söng lagið Somewhere Over The Rainbow í undanúrslitum The Voice Ísland. Þjálfararnir voru allir mjög hrifnir og hafa líklega sjaldan notað jafnskrautlegt myndmál til að lýsa ánægju sinni á einum flutningi. Meira »

Hugrakkt að taka þetta lag

28.1. „Það að þú getir farið inn í tilfinninguna og sungið hana svona út, það er heiður að upplifa það hérna,“ sagði Unnsteinn um flutning Arnars Dórs á laginu Creep með Radiohead. Arnar var einn fjögurra söngvara sem voru kosnir áfram í úrslitaþátt The Voice. Meira »

Svala Björgvins: „Fórst á flug!“

30.1. Sigurjón ákvað að hleypa sínum innri Eurovision aðdáanda lausum og söng lagið Heroes, sigurlag keppninnar 2015 í undanúrslitum The Voice. Salka var sérstaklega hrifin af djúpu tónunum í röddinni og lagði til að Sigurjón tæki Johnny Cash í úrslitaþættinum. Meira »

Helgi Björns: „Þú átt heima þarna“

28.1. Þú átt heima þarna [á sviðinu], næsta skref er að fara í Ikea og kaupa rúm og sófa,“ sagði Helgi Björns um flutning Karitasar á laginu Something‘s Got a Hold on Me með Etta James. Meira »