Ert þú sá heppni?

Demantar endast að eilífu, segir einhvers staðar.
Demantar endast að eilífu, segir einhvers staðar.

Þúsundir Hollendinga hafa sést róta í ruslatunnum við híbýli sín í leit að umslagi merktu skartgripasala undanfarna daga, að því er segir á vefsíðu Reuters. Johan de Boer, skartgripasali í hinni þekktu gimsteinaborg Amsterdam og maður örlátur, vildi fagna tíu ára afmæli skartgripasölu sinnar með því að gleðja fjögur þúsund viðskiptavini sína, a.m.k. hluta þeirra. Hann sendi umslag með merki skartgripasölunnar til viðskiptavinanna með spurningunni: „Ert þú sá heppni?“

En því miður fyrir viðtakendur - flestir hentu umslaginu frá de Boer-skartgripasölunni sem hverjum öðrum ruslpósti. Það hefðu þeir betur látið ógert því að inni í tvö hundruð umslaganna var lítill demantur og í öllum hinum 3.800 var ódýr eftirlíking af demanti, svokallaður zirconia-steinn.

De Boer bjóst við sterkum viðbrögðum en aðeins fáeinir viðskiptavinanna létu í sér heyra. Þegar de Boer kannaði málið kom hið skelfilega í ljós, flest umslaganna höfnuðu á ruslahaugum borgarinnar, sem eru þá væntanlega skreyttir demöntum yfir hátíðirnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.