Kvæntist ömmu sinni

25 ára Indverji hefur kvænst áttræðri ömmu sinni vegna þess að hann vill vera hjá henni á hverjum degi og annast hana.

"Ég get gætt hennar betur sem eiginmaður en sem barnabarn," segir Indverjinn, Narayan Biswas.

Amma hans kveðst vera hamingjusöm með unga eiginmanninum sem hún giftist í hindúahofi nálægt þorpinu Panchpara.

Hjónabönd náinna ættingja eru bönnuð á Indlandi en yfirvöld segjast ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Enginn hefur kvartað yfir þessu og þau búa saman sem hjón eftir athöfn í hofi. Fjölskylda þeirra hefur samþykkt hjónabandið," sagði embættismaður í Panchpara.

Fyrir tæpu ári giftist níu ára indversk stúlka hundi nálægt Kalkútta eftir að prestur sagði foreldrum hennar að hjónabandið myndi bægja ógæfu frá fjölskyldunni.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »