Barn auglýst til sölu á eBay í Þýskalandi

Þýsk móðir og unnusti hennar eru sögð hafa boðið átta ára dóttur konunnar til sölu hjá netuppboðsfyrirtækinu eBay, að því er þýsk lögregla greinir frá.

Netnotandi í bænum Rennerod í Bæjaralandi, sem ekki stóð á sama um auglýsinguna, lét lögreglu vita þegar hann sá mynd af hrokkinhærðri stúlku og auglýsingatexta þar sem meðal annars sagði: „Þú getur leikið þér að henni, grillað hana eða selt hana sígaunum. Hún er algjört leikfang.“

Upphafsverð sem gefið var upp vegna stúlkunnar var ein evra, eða um 87 krónur, en þrjú tilboð höfðu verið skráð þegar lögregla lét fjarlægja auglýsinguna af síðu eBay. Um 100 manns höfðu smellt á auglýsinguna á síðunni.

Saksóknarar í borginni Koblenz í vesturhluta Þýskalands sögðu að stúlkan byggi þar ásamt móður sinni og unnusta móðurinnar. Yfirvöld sögðust ekki getað útilokað þann möguleika að ekki væri um lélegan brandara að ræða og málið verður því rannsakað.

Yfirvöld segja að konan sem er 35 ára og unnusti hennar, sem er 41 árs, hafi sagt að auglýsingin hefði verið sett fram í „gríni“ og til þess að kanna hvað væri hægt að selja á Netinu.

EBay í Þýskalandi hafa fordæmt atvikið og sagt það afar smekklaust. Fyrirtækið sagði jafnframt að það myndi vinna að því með lögreglu að koma upp um þá sem að þessu stóðu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugmyndir þínar njóta meiri stuðnings en þú áleist í upphafi. Með tímanum lærir þú að það á ekki að gera kröfur til fólks um efndir innantómra loforða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugmyndir þínar njóta meiri stuðnings en þú áleist í upphafi. Með tímanum lærir þú að það á ekki að gera kröfur til fólks um efndir innantómra loforða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason