Henti sparnaði móður sinnar á haugana

Ólíklegt er að milljónadýnan finnist á haugunum.
Ólíklegt er að milljónadýnan finnist á haugunum. mbl.is/Friðrik
Ísraelsk kona henti rúmdýnu sem innihélt um 1 milljón Bandaríkjadala á haugana og hefur í örvinglan sinni gert árangurslausa leit á þremur ruslahaugum í grennd við Tel Aviv.

Á fréttavef BBC kemur fram að konan sem einungis hefur gefið upp nafnið Anat mun hafa ætlað að gera vel við móður sína og keypti handa henni nýja rúmdýnu. Anat hugðist koma móður sinni á óvart og henti gömlu dýnunni á haugana.

Þegar gamla konan kom heim leið næstum yfir hana því í gömlu dýnunni hafði hún geymt sparifé heillar ævi.

Í fjölmiðlum í Ísrael kemur fram að leitað hafi verið á þremur stórum ruslahaugum en sú leit hafi engu skilað enda berast um þrjú þúsund tonn af úrgangi á hvern þeirra daglega.

Á fréttavef BBC kemur fram að Anat hafi ákveðið að taka heimspekilega afstöðu til málsins, „fólk þarf að sjá hlutina í réttu samhengi og lofa guð fyrir bæði gott og illt," sagði hún. Ekki er ljóst hver afstaða móður hennar er til málsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Láttu óskir þínar í ljós þegar þú er beðin/n um það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Láttu óskir þínar í ljós þegar þú er beðin/n um það.